Toblerone ís

  ,   

desember 19, 2016

Toblerone ísinn sem er ómissandi yfir hátíðirnar.

Hráefni

5 eggjarauður

5 msk. sykur

150 g Toblerone, brætt

5 dl rjómi, þeyttur

100 g Toblerone, fínsaxað

Leiðbeiningar

1Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.

3Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.

4Frystið í a.m.k. 4 klst.

Toblerone ís hefur lengi verið fastur liður á borðum landsmanna yfir hátíðarnar. Hér má finna uppskrift að mjög einföldum en bragðgóðum Toblerone ís.

00:00

1 umsögn

Gunnhildur

desember 20, 2016

Toblerone ísinn hefur verið á jólunum hjá okkur síðustu ár, þessi uppskrift er einföld og góð. Takk fyrir.

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar spennandi uppskriftir

Daim eplakaka

Heit eplabaka með Daim karamellu og ís.

Heslihnetu Pavlova

Pavlova með heslihnetusúkkulaðifyllingu og hlynsírópi.

Tyrkisk Peber marengsrúlla

Geggjuð Tyrkisk Peber marengsrúlla með súkkulaðisósu.