fbpx

Tiramisu í glasi

Þessi uppskrift er afar einföld og hana ættu allir að ráða við að gera. Best finnst mér að gera hana deginum áður og geyma í kæli, sigta síðan kakóið yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 eggjarauður
 140 g flórsykur
 500 g Mascarpone rjómaostur við stofuhita
 Fræ úr einni vanillustöng
 190 ml þeyttur rjómi
 230 ml sterkt uppáhellt Java Mokka kaffi frá Te&kaffi (kælt)
 4 msk. Galliano Ristretto strong espresso líkjör
 Um 2 pk. Lady fingers kex (hver pakki 125 g)
 Bökunarkakó til skrauts

Leiðbeiningar

1

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast (um 5 mín).

2

Bætið þá Mascarpone osti og fræum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað og vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleif.

3

Hellið kaffi og Galliano Ristretto saman í djúpan disk sem auðvelt er að dýfa kexinu í.

4

Dýfið Lady fingers kexi snöggt upp úr vökvanum á báðum hliðum og raðið í botninn á glösunum, brjótið niður eftir hentugleika (passið ykkur að gegnbleyta þá ekki því þá verða þeir linir og slepjulegir).

5

Gott er að setja eggjablönduna í sprautupoka og sprauta yfir kexið áður en næsta lag er sett ofan á með sambærilegum hætti.

6

Plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (eða yfir nótt).

7

Setjið að lokum bökunarkakó í sigti og stráið yfir glösin.


Uppskrift frá Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 eggjarauður
 140 g flórsykur
 500 g Mascarpone rjómaostur við stofuhita
 Fræ úr einni vanillustöng
 190 ml þeyttur rjómi
 230 ml sterkt uppáhellt Java Mokka kaffi frá Te&kaffi (kælt)
 4 msk. Galliano Ristretto strong espresso líkjör
 Um 2 pk. Lady fingers kex (hver pakki 125 g)
 Bökunarkakó til skrauts

Leiðbeiningar

1

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast (um 5 mín).

2

Bætið þá Mascarpone osti og fræum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað og vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleif.

3

Hellið kaffi og Galliano Ristretto saman í djúpan disk sem auðvelt er að dýfa kexinu í.

4

Dýfið Lady fingers kexi snöggt upp úr vökvanum á báðum hliðum og raðið í botninn á glösunum, brjótið niður eftir hentugleika (passið ykkur að gegnbleyta þá ekki því þá verða þeir linir og slepjulegir).

5

Gott er að setja eggjablönduna í sprautupoka og sprauta yfir kexið áður en næsta lag er sett ofan á með sambærilegum hætti.

6

Plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (eða yfir nótt).

7

Setjið að lokum bökunarkakó í sigti og stráið yfir glösin.

Tiramisu í glasi

Aðrar spennandi uppskriftir