Tígrisrækjur í rauðu karrý með rauðkáls „coleslaw“

  ,

júlí 23, 2020

Hráefni

16 stk risarækjur - Sælkerafiskur

1 msk Patak‘s Mild Curry Paste

1 msk Filippo Berio ólífuolía

½ límóna

Rauðkáls „coleslaw“

¼ haus rauðkál

1 stk grænt epli

2 cm bútur af piparrót

2 msk grísk jógúrt

Safi úr einni límónu.

Leiðbeiningar

1Leggið spjót í bleyti í 30 mín.

2Hrærið saman karrý og olíu og veltið rækjunum upp úr mixinu.

3Setjið þvínæst rækjurnar á spjót og grillið á heitu grilli í 30 sekúndur á hvorri hlið.

4Saltið og piprið eftir smekk og kreistið svo ferskan safa úr ½ límónu yfir.

Rauðkáls „coleslaw“

1Rífið rauðkálið með mandólín járni í strimla en það má líka skera örþunnt með hníf.

2Rífið eplin í rifhúsi saman við og blandið saman.

3Hrærið jógúrtinu og lime safanum saman og rífið svo piparrótina með fínu rifjárni yfir, smakkið til með salti og pipar.

4Blandið saman og berið fram.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.