fbpx

Sushi í veisluna

Einstaklega ljúffengt sushi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Nauðsynlegt fyrir sushigerð
 Bambusmottur
 Hrísgrjónaspaði
 Prjónar
 Þykkbotna pottur með loki
 Sushi hrísgrjón
 Noriblöð
 Soyasósa
 Hrísgrjónaedik
 Wasabi
 Engifer
Tillögur að fyllingu
 Djúpsteiktar rækjur, avacado og mangó
 Gúrka, rauð paprika, avacado og mangó
 Lax, grænt epli og steiktur laukur
 Gúrka, avacado og krabbi
 Túnfiskur, chilímauk og mayones
 Lax, avacado, aspas og rjómapiparostur
Sushi
 500 ml sushihrísgrjón (mælt en ekki vigtað), t.d. Sushi Rice frá Blue dragon
 600 ml vatn
Edikblandan
 75 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice Vinegar frá Blue dragon
 45 g sykur
 8 g salt

Leiðbeiningar

1

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið þau vel með köldu vatni. Leggið þau síðan í bleyti í skál í um 30-40 mínútur.

2

Setjið hrísgrjónin og vatn saman í djúpann pott og setjið lok á pottinn (hafið lokið á allan tímann). Hitið við lágan hita þar til suðan hefur komið upp. Slökkvið þá á hitanum og hafið lokið áfram á í 10 mínútur í viðbót (mikilvægt).

3

Blandið hráefnunum fyrir edikblönduna saman og hrærið þar til allt er uppleyst.

4

Hellið hrísgrjónunum í stórt glerílát (t.d. lasagnafat) og hellið edikblöndunni rólega yfir hrísgrjónin og blandið á meðan varlega saman með tréspaða.

5

Setjið rakt stykkið yfir hrísgrjónin og látið kólna.

6

Setjið noriblað á bambusrúllu. Oft læt ég örþunna línu af wasabi á enda noriblaðsins, en það er gott ef maður vill að rúllan rífi aðeins í. Setjið hrísgrjónin á noriblað en hafið efstu röndina auða til að geta lokað rúllunum auðveldlega.

7

Leggið síðan það sem ykkur þykir best á rúlluna (sjá tillögur að fyllingu) en varist að ofhlaða hana.


Uppskrift frá Bergllindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

Nauðsynlegt fyrir sushigerð
 Bambusmottur
 Hrísgrjónaspaði
 Prjónar
 Þykkbotna pottur með loki
 Sushi hrísgrjón
 Noriblöð
 Soyasósa
 Hrísgrjónaedik
 Wasabi
 Engifer
Tillögur að fyllingu
 Djúpsteiktar rækjur, avacado og mangó
 Gúrka, rauð paprika, avacado og mangó
 Lax, grænt epli og steiktur laukur
 Gúrka, avacado og krabbi
 Túnfiskur, chilímauk og mayones
 Lax, avacado, aspas og rjómapiparostur
Sushi
 500 ml sushihrísgrjón (mælt en ekki vigtað), t.d. Sushi Rice frá Blue dragon
 600 ml vatn
Edikblandan
 75 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice Vinegar frá Blue dragon
 45 g sykur
 8 g salt

Leiðbeiningar

1

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið þau vel með köldu vatni. Leggið þau síðan í bleyti í skál í um 30-40 mínútur.

2

Setjið hrísgrjónin og vatn saman í djúpann pott og setjið lok á pottinn (hafið lokið á allan tímann). Hitið við lágan hita þar til suðan hefur komið upp. Slökkvið þá á hitanum og hafið lokið áfram á í 10 mínútur í viðbót (mikilvægt).

3

Blandið hráefnunum fyrir edikblönduna saman og hrærið þar til allt er uppleyst.

4

Hellið hrísgrjónunum í stórt glerílát (t.d. lasagnafat) og hellið edikblöndunni rólega yfir hrísgrjónin og blandið á meðan varlega saman með tréspaða.

5

Setjið rakt stykkið yfir hrísgrjónin og látið kólna.

6

Setjið noriblað á bambusrúllu. Oft læt ég örþunna línu af wasabi á enda noriblaðsins, en það er gott ef maður vill að rúllan rífi aðeins í. Setjið hrísgrjónin á noriblað en hafið efstu röndina auða til að geta lokað rúllunum auðveldlega.

7

Leggið síðan það sem ykkur þykir best á rúlluna (sjá tillögur að fyllingu) en varist að ofhlaða hana.

Sushi í veisluna

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…