Stökkt lambasalat

    

maí 8, 2019

Stökkt lambasalat að hætti Ottolenghi með eggaldin og engifer.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

700 g lambakjöt

2 tsk hveiti

1 1/2 msk cumin (ath ekki kúmen)

90 ml dökk sojasósa, t.d. frá Blue dragon

60 ml hrísgrjónaedik, Rice vinegar frá Blue Dragon

1 msk sykur

2 eggaldin, skorin í bita

salt og pipar

60 ml grænmetisolía

2 cm ferskt engifer, skorið í þunna strimla

3 rauð chillí, fræhreinsuð og smátt söxuð

1 búnt vorlaukar, skornir smátt

1/2 búnt ferskt kóríander, saxað

Leiðbeiningar

1Skerið lambakjötið í bita og þerrið. Setjið í skál og bætið hveiti, 1 msk af cumin, helming af sojasósunni, helming af hrísgrjónaedikinu og sykri. Blandið vel saman og marinerið í amk 30 mínútur.

2Skerið eggaldin niður í bita og setjið í skál ásamt afganginum af cuminkryddinu og salti.

3Hellið helming af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið eggaldin í um 5 mínútur við háan hita og hrærið af og til í blöndunni eða þar til eggaldinið er farið að brúnast.

4Bætið engifer og 1 msk af sojasósu saman við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.

5Takið af pönnunni og þerrið. Geymið.

6Hitið pönnuna og bætið þá afganginum af olíunni þar á.

7Steikið kjötið í þremur hlutum á pönnunni. Í um 2 mínútur á hvorri hlið. Endurtakið með afganginn af kjötinu.

8Þerrið kjötið og hellið um helming af olíunni af pönnunni.

9Setjið allt kjötið aftur á heita pönnuna ásamt eggaldin, sojasósu, ediki, chilí, vorlauk og kóríander og veltið saman í nokkrar mínútur. Setjið á disk og berið fram.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

BBQ svínakjöt í vegju þar sem svínakjötið er hægeldað upp úr bjór sem gerir það að verkum að það verður einstaklega safaríkt og mjúkt.

Krakkapasta með kolkrabba pylsum

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.

Heimsins besta Wok með nautakjöti og núðlum

Fljótlegur Wok réttur sem klikkar ekki