Cookbook 10
Cookbook 10

Risarækjur með piparrótarremúlaði og sýrðum agúrkum

  , , , ,   

febrúar 1, 2017

Risarækjuréttur með agúrku og piparrótarremúlaði.

Hráefni

1 poki risarækjur (Sælkerafiskur)

4 msk chiliolía

3 msk majónes

1 tsk karrýduft

Cayenne pipar á hnífsoddi

1/3 rauð paprika - smátt skorin

1/2 skarlottulaukur - fínt saxaður

1/3 stilkur sellerí - fínt saxað

2 cm piparrót - rifin

4 msk eplaedik

1 sítróna - safinn

1/2 agúrka

4 msk kirsuberjaedik

Salt

Leiðbeiningar

1Vætið rækjurnar með hluta af chiliolíunni og salti.

2Blandið saman majónesi, karrýdufti og cayenne pipar ásamt papriku, lauk, sellerí og piparrót. Smakkið til með salti, eplaediki og sítrónusafa.

3Skerið agúrkuna í þunnar skífur og vætið með chiliolíu og kirsuberjaediki.

4Kryddið með salti.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

raekjukokteill (Medium)

Rækjukokteill

Klassískur rækjukokteill með chili mæjónesi.