Risarækjupasta í sweet chilí rjómaostasósu

  , ,   

september 15, 2020

Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þessa uppskrift. Einfaldlega með betri pastaréttum lífsins!

  • Fyrir: 3

Hráefni

350 g De Cecco pasta

50 g smjör

1 msk ólífuolía

1-2 rauð chilí, skorin í þunnar sneiðar

1/2 púrrulaukur, sneiddur

5-8 hvítlauksrif, smátt söxuð

2 pakkar af risarækju frá Sælkerafiski

1/2 askja Philadelphia sweet chilí rjómaostur

2 dl hvítvín

salt og pipar

steinselja, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1Bætið rjómaosti saman við og síðan hvítvíni. Látið malla í smá stund og smakkið til með rjómaosti, hvítvíni, salti og pipar.

2Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið hvítlauk, púrrulauk og chilí í 1 mínútu og bætið þá risarækjunum saman við.

3Setið pastað í skál og látið risarækjurnar saman við.

4Stráið jafnvel chilíflögum og smátt saxaðri steinselju saman við.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.

Tequila risarækja með hvítlauk og kóríander

Einfaldasti réttur í heimi og með þeim betri. Tequila færir risarækjurnar á annað plan og hvítlaukurinn og kóríander gera gott enn betra!