fbpx

Ris a la mande

Hér er á ferðinni stórkostlegur og silkimjúkur Ris a la mande grautur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin)
 1, 6 l nýmjólk
 2 vanillustangir
 1 msk. smjör
 2 msk. sykur
 ½ tsk. salt
Önnur hráefni
 250 ml rjómi
 70 g flórsykur
 100 g ristaðar möndluflögur
 Kirsuberjasósa

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.

2

Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.

3

Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.

4

Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).

5

Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.

6

Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.

Önnur hráefni
7

Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.

8

Setjið graut í fallegar skálar/glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur.


Uppskrift frá Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

 330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin)
 1, 6 l nýmjólk
 2 vanillustangir
 1 msk. smjör
 2 msk. sykur
 ½ tsk. salt
Önnur hráefni
 250 ml rjómi
 70 g flórsykur
 100 g ristaðar möndluflögur
 Kirsuberjasósa

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.

2

Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.

3

Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.

4

Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).

5

Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.

6

Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.

Önnur hráefni
7

Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.

8

Setjið graut í fallegar skálar/glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur.

Ris a la mande

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.