Cookbook 33
Cookbook 33

Rækjukokteill með sítrónumelissu, piparrót og hnúðkáli

  , , ,   

febrúar 1, 2017

Rækjukokteill með tvisti.

Hráefni

1 poki íslenskar rækjur (Sælkerafiskur)

4 msk grísk jógúrt

3 cm af piparrót

1/3 hnúðkál - skorið í teninga

1 skarlottulaukur - fínt skorinn

2 hvítlauksrif - fínt skorin

1 sítróna - safi og börkur

3 stilkar sítrónumelissa - skorin í strimla

2 msk sítrónuolía

Salt

Leiðbeiningar

1Blandið saman rækjum, grískri jógúrt, hnúðkáli, skarlottulauk og hvítlauk og rífið piparrót fínt saman við.

2Kryddið með salti og sítrónusafa og blandið sítrónumelissu út í.

3Berið fram í fallegu glasi á fæti og skreytið með sítrónumelissu og sítrónuolíu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

laxaborgari

Asískur laxaborgari

Girnilegu laxaborgari með asísku ívafi.

DSC06094

Plokkfiskur í litlum formum

Sælkera plokkfiskur með rjómaost og sinnepi.