avakado
avakado

Quesadillas með avocado

  , , ,   

október 31, 2016

Einfalt, stökkt og bragðgott.

  • Fyrir: 2

Hráefni

4 tortillur frá Mission

2 - 3 avocado

Philadelphia rjómaostur

2 tómatar

4 msk púrrulaukur

cheddarostur

2 msk ferskt kóríander

salt og pipar

cayenne pipar

1 - 2 msk smjör (má nota olíu)

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 200°C. Skerið avocado í sneiðar og kreistið lime yfir þær. Ef avocadoin eru lítil þá nota ég fleiri en tvö. Brytjið tómata og púrrulauk smátt.

2Smyrjið tvær tortillur með rjómaosti, kryddið og raðið avocado, tómötum, púrrulauk og kóríander ofan á. Rífið cheddarost, stráið yfir og lokið með hinum tveimur.

3Bræðið smjör (eða notið olíu) og penslið toppinn á tortillunum og stráið cheddarosti yfir.

4Bakið í u.þ.b. 10 mínútur, skerið í sneiðar og skreytið með kóríander.

Uppskrift eftir Hildi Rut Ingimarsdóttur, uppskrift úr bókinni Avocado.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05796

Rækjuvorrúllur

Ferskar rækju rúllur á asískan máta.

DSC05816

Blómkáls Chilibitar

Frábær vegan fingramatur, grænmetis buffalo vængir.

IMG_4421

Grafin andabringa með piparrótarsósu

Hátíðar grafin andabringa með ljúffengri sósu.