avakado
avakado

Quesadillas með avocado

  , , ,   

október 31, 2016

Einfalt, stökkt og bragðgott.

  • Fyrir: 2

Hráefni

4 tortillur

2 - 3 avocado

Philadelphia rjómaostur

2 tómatar

4 msk púrrulaukur

cheddarostur

2 msk ferskt kóríander

salt og pipar

cayenne pipar

1 - 2 msk smjör (má nota olíu)

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 200°C. Skerið avocado í sneiðar og kreistið lime yfir þær. Ef avocadoin eru lítil þá nota ég fleiri en tvö. Brytjið tómata og púrrulauk smátt.

2Smyrjið tvær tortillur með rjómaosti, kryddið og raðið avocado, tómötum, púrrulauk og kóríander ofan á. Rífið cheddarost, stráið yfir og lokið með hinum tveimur.

3Bræðið smjör (eða notið olíu) og penslið toppinn á tortillunum og stráið cheddarosti yfir.

4Bakið í u.þ.b. 10 mínútur, skerið í sneiðar og skreytið með kóríander.

Uppskrift eftir Hildi Rut Ingimarsdóttur, uppskrift úr bókinni Avocado.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05468 (Large)

Lúxusloka

Sælkera samloka með serrano skinku og pestói.

DSC05463 (Large)

Besta blómkálssúpan – Vegan

Rjómakennd vegan blómkálssúpa.

sadasde2

Ofnbakaður brie með döðlum og pekanhnetum

Ofnbakaður ostur er slær alltaf í gegn.