fbpx

Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en ólíkt matarlími þarf það að sjóða með vökvanum í smá stund. Nirwana súkkulaðið frá Rapunzel er fullkomið í þennan rétt þar sem það er ljósara en margt vegan súkkulaði og fyllingin er algjörlega himnesk.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 ml Oatly iMat matreiðslurjómi
 2 stk Nirwana vegan súkkulaði með pralínfyllingu frá Rapunzel
 ½ tsk Agar agar duft frá Rapunzel
 30 g Cristallino hrásykur frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel
 Sjávarsalt á hnífsoddi
 Oatly VISP þeytirjómi, magn eftir smekk
 Fersk hindber eða önnur ber sem ykkur hugnast

Leiðbeiningar

1

Setjið öll hráefni í pott og bræðið saman við vægan hita, leyfið suðunni að koma upp og látið malla við suðupunkt í 5 mín.

2

Sigtið blönduna svo það séu örugglega engir kekkir.

3

Hellið í falleg glös og kælið.

4

Skreytið með þeyttum hafrarjóma og ferskum hindberjum.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 ml Oatly iMat matreiðslurjómi
 2 stk Nirwana vegan súkkulaði með pralínfyllingu frá Rapunzel
 ½ tsk Agar agar duft frá Rapunzel
 30 g Cristallino hrásykur frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel
 Sjávarsalt á hnífsoddi
 Oatly VISP þeytirjómi, magn eftir smekk
 Fersk hindber eða önnur ber sem ykkur hugnast

Leiðbeiningar

1

Setjið öll hráefni í pott og bræðið saman við vægan hita, leyfið suðunni að koma upp og látið malla við suðupunkt í 5 mín.

2

Sigtið blönduna svo það séu örugglega engir kekkir.

3

Hellið í falleg glös og kælið.

4

Skreytið með þeyttum hafrarjóma og ferskum hindberjum.

Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Aðrar spennandi uppskriftir