fbpx

Pestósnúðar með hvítlauksrjómaostakremi

Ef þig langar í einhverja nýbreytni og skemmtilega öðruvísi gott þá eru þessir snúðar alveg málið. Best er að bera þá fram nýbakaða og heita.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Snúðadeig
 240 g ilvolg nýmjólk (2.5 dl)
 60 g bráðið smjör
 2 msk hunang
 2 stk egg
 11 g þurrger (eitt umslag)
 560 g hveiti
 1 tsk fínt borðsalt
Fylling
 2 stk krukkur af Filippo Berio Chargrilled pepper pesto
 Rifinn mozzarella (má sleppa)
Hvítlauksrjómaostur
 200 g Philadelphia original rjómaostur
 3 stk hvítlauksrif (2 stk ef þið viljið ekki of mikið hvítlauksbragð)
 ½ tsk fínt borðsalt (ekki nota gróft)
 þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

Snúðadeig
1

Blandið saman volgri mjólk, geri og hunangi og látið standa í eins og 5 mín þar til myndast þykk froða ofan á

2

Setjið næst hveiti og salt saman í hrærivélarskál og blandið létt saman með króknum

3

Brjótið egg í skál og bræðið smjörið

4

Kveikjið svo á hrærivélinni við lágan hraða með krókinn á og bætið gerblöndunni við hveitið hægt og rólega, svo næst eggjunum og að lukum smjörinu

5

Það verður eins og mjög feitt til að byrja með en haldið áfram að hnoða og aukið svo aðeins hraðann eftir því sem smjörið fer meira inn í deigið

6

Hnoðið í eins og 3-5 mínútur eða þar til deigið er orðið silkislétt og hefur rúllað sig kringum krókinn

7

Leggjið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 30 mínútur

8

Gerið rjómaostinn til á meðan með því að hræra mörðum hvítlauksrifum út í hann ásamt salti og steinselju og hræra vel saman

Samsetning
9

Þegar deigið hefur hefast fletjið það þá út í ferning sem er eins og 1 cm að þykkt

10

Smyrjið pesto á ferninginn og rúllið svo deigunu upp eins og þegar maður gerir kanilsnúða (ef þið viljið mikla fyllingu notið þá eins og 2 krukkur en 1,5 ef þið viljið hafa bara temmilegt)

11

Ef þið notið rifinn mozzarella dreifið honum þá yfir pestoið í þunni lagi

12

Skerið svo í 12 stk snúða og raðið í smurt eldfast mót með smá bili á milli snúðana eða eins og 1 cm á milli

13

Setjið stykki yfir mótið og leyfið snúðunum að hefast aftur í 15 mínútur

14

Bakið svo við 180 °C hita á blæstri í 20-25 mínútur

15

Takið svo snúðana út og leyfið þeim að kólna í eins og 5-10 mínútur og setjið hvítlauksrjómaostakremið strax yfir og berið fram heita


DeilaTístaVista

Hráefni

Snúðadeig
 240 g ilvolg nýmjólk (2.5 dl)
 60 g bráðið smjör
 2 msk hunang
 2 stk egg
 11 g þurrger (eitt umslag)
 560 g hveiti
 1 tsk fínt borðsalt
Fylling
 2 stk krukkur af Filippo Berio Chargrilled pepper pesto
 Rifinn mozzarella (má sleppa)
Hvítlauksrjómaostur
 200 g Philadelphia original rjómaostur
 3 stk hvítlauksrif (2 stk ef þið viljið ekki of mikið hvítlauksbragð)
 ½ tsk fínt borðsalt (ekki nota gróft)
 þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

Snúðadeig
1

Blandið saman volgri mjólk, geri og hunangi og látið standa í eins og 5 mín þar til myndast þykk froða ofan á

2

Setjið næst hveiti og salt saman í hrærivélarskál og blandið létt saman með króknum

3

Brjótið egg í skál og bræðið smjörið

4

Kveikjið svo á hrærivélinni við lágan hraða með krókinn á og bætið gerblöndunni við hveitið hægt og rólega, svo næst eggjunum og að lukum smjörinu

5

Það verður eins og mjög feitt til að byrja með en haldið áfram að hnoða og aukið svo aðeins hraðann eftir því sem smjörið fer meira inn í deigið

6

Hnoðið í eins og 3-5 mínútur eða þar til deigið er orðið silkislétt og hefur rúllað sig kringum krókinn

7

Leggjið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 30 mínútur

8

Gerið rjómaostinn til á meðan með því að hræra mörðum hvítlauksrifum út í hann ásamt salti og steinselju og hræra vel saman

Samsetning
9

Þegar deigið hefur hefast fletjið það þá út í ferning sem er eins og 1 cm að þykkt

10

Smyrjið pesto á ferninginn og rúllið svo deigunu upp eins og þegar maður gerir kanilsnúða (ef þið viljið mikla fyllingu notið þá eins og 2 krukkur en 1,5 ef þið viljið hafa bara temmilegt)

11

Ef þið notið rifinn mozzarella dreifið honum þá yfir pestoið í þunni lagi

12

Skerið svo í 12 stk snúða og raðið í smurt eldfast mót með smá bili á milli snúðana eða eins og 1 cm á milli

13

Setjið stykki yfir mótið og leyfið snúðunum að hefast aftur í 15 mínútur

14

Bakið svo við 180 °C hita á blæstri í 20-25 mínútur

15

Takið svo snúðana út og leyfið þeim að kólna í eins og 5-10 mínútur og setjið hvítlauksrjómaostakremið strax yfir og berið fram heita

Pestósnúðar með hvítlauksrjómaostakremi

Aðrar spennandi uppskriftir