fbpx

Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu

Þessi réttur kemur skemmtilega á óvart.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 kjúklingabringur, t.d. bringur (eða úrbeinuð læri) frá Rose Poultry *
 2 tsk paprikuduft
 salt og pipar
 10 msk smjör
 hálft búnt timían, ferskt
 6 hvítlauksrif, smátt söxuð
 500 ml hvítvín
 3-4 lúkur spínat, gróflega saxað

Leiðbeiningar

1

Kryddið kjúklinginn með paprikukryddi, salti og pipar. Nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn.

2

Bræðið 1 msk af smjöri í pönnu við meðalhita og bætið kjúklingabringunum út á. Steikið þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur og gylltur á lit eða í um 3 mínútur. Snúið þá við og eldið í aðrar 3 mínútur.

3

Bætið þá afganginum af smjöri, timíani og hvítlauk. Hrærið í blöndunni í 1-2 mínútur og bætið því næst hvítvíninu saman við. Leyfið að malla í um 20 mínútur, bætið við meira hvítvíni ef þörf er á því.

4

Bætið að lokum spínati saman við. Saltið og piprið. Gangið síðan í skugga um að kjúklingurinn sé fulleldaður og berið fram með góðu meðlæti.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 kjúklingabringur, t.d. bringur (eða úrbeinuð læri) frá Rose Poultry *
 2 tsk paprikuduft
 salt og pipar
 10 msk smjör
 hálft búnt timían, ferskt
 6 hvítlauksrif, smátt söxuð
 500 ml hvítvín
 3-4 lúkur spínat, gróflega saxað

Leiðbeiningar

1

Kryddið kjúklinginn með paprikukryddi, salti og pipar. Nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn.

2

Bræðið 1 msk af smjöri í pönnu við meðalhita og bætið kjúklingabringunum út á. Steikið þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur og gylltur á lit eða í um 3 mínútur. Snúið þá við og eldið í aðrar 3 mínútur.

3

Bætið þá afganginum af smjöri, timíani og hvítlauk. Hrærið í blöndunni í 1-2 mínútur og bætið því næst hvítvíninu saman við. Leyfið að malla í um 20 mínútur, bætið við meira hvítvíni ef þörf er á því.

4

Bætið að lokum spínati saman við. Saltið og piprið. Gangið síðan í skugga um að kjúklingurinn sé fulleldaður og berið fram með góðu meðlæti.

Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu

Aðrar spennandi uppskriftir