Oreo S’mores sjeik

  

mars 18, 2021

Hér er búið að blanda S’mores hugmyndinni í sjeik og útkoman var hreint út sagt guðdómleg!

Hráefni

Oreosjeik

6 Oreokökur

1 l vanilluís

300 ml nýmjólk

5 msk. súkkulaðisósa

Toppur

Þeyttur rjómi

Mini Oreokex

Mini sykurpúðar

Súkkulaðisósa

Leiðbeiningar

Oreosjeik

1Setjið Oreokex í blandarann og myljið niður þar til duftkennt.

2Bætið ísnum í skálina ásamt mjólk og súkkulaðisósu.

3Blandið saman þar til kekkjalaust.

4Skiptið niður í glösin og setjið toppinn á.

Toppur

1Sprautið vel af þeyttum rjóma ofan á sjeikinn og setjið smá súkkulaðisósu yfir.

2Raðið síðan kexi og sykurpúðum ofan á rjómann.

Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jól í bolla

Swiss Miss í sparibúning fyrir ljúfu stundirnar.

Fljótlegt Swiss Mocca með chili og kanil

Swiss Miss er mjög bragðgott og frábært að setja útí kaffið, algjört nammi! Chili og kanill setur síðan punktinn yfir-ið og rífur aðeins í. Fullkomið í kuldanum.

Einfaldur Prince Polo sjeik

Einfaldur íssjeik með Prince Polo.