Oreo Lasagna með súkkulaðibúðing

  

ágúst 26, 2020

Ekki þetta hefðbundna lasagna, silkimjúkt eftirrétta lasagna með Oreo

Hráefni

3 kassar af Oreo kexi

110 gr smjör

200 gr eða 1 askja Philadelphia Original

160 gr flórsykur eða 1 bolli

750 ml af rjóma (best að kaupa 500 ml og svo annan 250 ml og nota í sitthvoru lagi)

2 pakkar af Snack pack (ég notaði 6 bolla af 8, en þið getið notað alla 8, það eru 4 í pakka)

Leiðbeiningar

1Byrjið á að mala allt kexið í blandara og bræða smjörið í potti

2Takið svo eins og 1 bolla af mylsnu frá til að hafa ofan á

3Dreifið restinni af kexmylsnunni á botninn í eldföstu móti frekar stóru og ferköntuðu. Gott er að setja álpappír undir sem kemur upp með hliðunum ef þið viljið taka það upp úr mótinu.

4Hellið svo bráðna smjörinu jafnt yfir og hrærið í eldfasta mótinu saman og þjappið vel í botninn, mér fannst best að gera það með höndunum

5Setjið svo í frystir meðan þið þeytið rjómaost og flórsykur saman

6Þeytið svo 500 ml af rjóma og hrærið varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju

7Dreifið svo jafnt yfir botninn. Takið svo búðingin og setjið hann allan í skál og hrærið hann vel upp

8Dreifið honum svo jafnt yfir rjómaostablönduna

9Þeytið svo 250 ml af rjóma eða meira og dreifið yfir búðinginn

10Stráið svo Oreo mylsnunni sem tekin var frá yfir allt saman að lokum og setjið í frystir í lágmark 30 mínútur ef þið viljið ná svona fallega skornum sneiðum

11Hægt er að taka upp úr mótinu með því að taka sitthvorum megin í álpappan eða bara hreinlega bera það fram í eldfasta mótinu en þá er betra að sleppa því að hafa álpappírinn undir

Punktar

1Til að ná þessum fullkomnu sneiðum mæli ég með að geyma Lasagnað í frysti í eins og 30 mínútur jafnvel lengur. Ég kaupi Snack Pack búðingin í Fjarðarkaup en ef þið finnið hann ekki getið þið notað hvaða súkkulaðibúðing sem er svo sem. Ég mæli með að nota stórt eldfast mót og setja álpappír ofan í það sem kemur vel upp úr með hliðunum svo þið getið kippt því upp úr mótinu eða jafnvel bara bera það fram í mótinu sjálfu og sleppa þá álpappírnum.

Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf.

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu.