OREO Crumbs súkkulaðikaka

  ,   

október 7, 2020

Oreo súkkulaðikaka er skemmtilegur snúningur á klassísku súkkulaðikökuna. Oreo crumbs hafa verið bætt í bæði kökuna sjálfa og kremið sem kemur með stökkan eiginleika í hvoru tveggja og gott bragð.

Hráefni

2 dl gul Filippo Berio ólífuolía

3 egg

3 dl súrmjólk

4 dl hveiti

1 dl Cadbury kakó

2 tsk lyftiduft

1 ½ tsk matarsódi

1 tsk salt

4 dl sykur

2 dl Oreo crumbs

Oreo súkkulaðikrem

300 g smjör

100 g Philadelphia rjómaostur

500 g flórsykur

1 dl Cadbury kakó

1 dl rjómi

2 dl Oreo Crumbs

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir.

2Blandið saman olíu, eggjum og súrmjólk.

3Í aðra skál blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og sykur, bætið því svo út í eggjablönduna og hrærið.

4Bætið Oreo crumbs út i og blandið saman.

5Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna, bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

6Kælið botnana og útbúið kremið á meðan.

7Þeytið smjör þar til létt og loftmikið, bætið rjómaostinum út í hrærið. Bætið flósykrinum og kakóinu saman við og þeytið. Bætið þá rjómanum saman við og þeytið. Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið.

8Setjið fyrsta botninn á kökudisk og 1/3 af kreminu ofan á hann, setjið seinni botninn ofan á og hjúpið kökuna með kreminu.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.