fbpx

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Þessi Oreo Ostakaka er alveg æðislega góð! Stökkur Oreo botn, mjúk ostaköku fyllingin með Oreo crumbs bitum í og ljúffengur Toblerone toppur setur punktinn yfir i-ið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 dl Oreo Crumbs
 75 g brætt smjör
 400 ml rjómi
 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 g flórsykur
 2 dl Oreo Crumbs
 200 g Toblerone
 1 dl rjómi

Leiðbeiningar

1

Maukið saman Oreo Crumbs og smjör.

2

Smyrjið 20 cm smelluforms hring og klæðið hringinn með smjörpappír og leggið á kökudisk. Setjið Oreo maukið inn i hringinn og þrýstið fast niður, setjið í frysti.

3

Þeytið rjómann.

4

Hrærið saman rjómaost og flórsykur og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Bætið Oreo Crumbs út í og blandið saman við með sleikju. Hellið ofan á Oreo botninn, sléttið og setjið í frystinn.

5

Bræðið saman Toblerone og rjóma og hellið ofan á ostakökuna, sléttið og setjið aftur í frysti. Frystið í amk. 4-6 klst en helst yfir nótt. Takið út 1-2 klst áður en kakan er borðuð.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 dl Oreo Crumbs
 75 g brætt smjör
 400 ml rjómi
 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 g flórsykur
 2 dl Oreo Crumbs
 200 g Toblerone
 1 dl rjómi

Leiðbeiningar

1

Maukið saman Oreo Crumbs og smjör.

2

Smyrjið 20 cm smelluforms hring og klæðið hringinn með smjörpappír og leggið á kökudisk. Setjið Oreo maukið inn i hringinn og þrýstið fast niður, setjið í frysti.

3

Þeytið rjómann.

4

Hrærið saman rjómaost og flórsykur og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Bætið Oreo Crumbs út í og blandið saman við með sleikju. Hellið ofan á Oreo botninn, sléttið og setjið í frystinn.

5

Bræðið saman Toblerone og rjóma og hellið ofan á ostakökuna, sléttið og setjið aftur í frysti. Frystið í amk. 4-6 klst en helst yfir nótt. Takið út 1-2 klst áður en kakan er borðuð.

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Sykurlaust eplapæSykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri.…
MYNDBAND
Hollar kókoskúlurHollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru…