Print Options:
Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Magn1 skammtur

Þessi Oreo Ostakaka er alveg æðislega góð! Stökkur Oreo botn, mjúk ostaköku fyllingin með Oreo crumbs bitum í og ljúffengur Toblerone toppur setur punktinn yfir i-ið.

 4 dl Oreo Crumbs
 75 g brætt smjör
 400 ml rjómi
 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 g flórsykur
 2 dl Oreo Crumbs
 200 g Toblerone
 1 dl rjómi
1

Maukið saman Oreo Crumbs og smjör.

2

Smyrjið 20 cm smelluforms hring og klæðið hringinn með smjörpappír og leggið á kökudisk. Setjið Oreo maukið inn i hringinn og þrýstið fast niður, setjið í frysti.

3

Þeytið rjómann.

4

Hrærið saman rjómaost og flórsykur og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Bætið Oreo Crumbs út í og blandið saman við með sleikju. Hellið ofan á Oreo botninn, sléttið og setjið í frystinn.

5

Bræðið saman Toblerone og rjóma og hellið ofan á ostakökuna, sléttið og setjið aftur í frysti. Frystið í amk. 4-6 klst en helst yfir nótt. Takið út 1-2 klst áður en kakan er borðuð.