OREO bollakökur

    

febrúar 19, 2021

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

Hráefni

OREO bollakökur

100 ml gul Filippo Berio olía

85 g mjúkt smjör

210 g sykur

3 egg

2 tsk vanilludropar

250 g hveiti

2 tsk lyftiduft

0,5 tsk salt

2,5 dl súrmjólk

80 g OREO Crumbs

OREO smjörkrem

350 g mjúkt smjör

350 g flórsykur

1 dl rjómi

80 g OREO Crumbs

Leiðbeiningar

OREO bollakökur

1Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og stillið á undir+yfir hita.

2Hrærið saman smjör, olíu og sykur þar til létt og ljóst.

3Bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið á milli.

4Bætið vanilludropunum saman við.

5Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Setjið helminginn af hveiti blöndunni út í eggjablönduna ásamt helmingnum af súrmjólkinni, blandið saman. Setjið restina af hveitiblöndunni og súrmjólkinni út í og blandið saman.

6Bætið Oreo crumbs út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.

7Setjið pappírs bollakökuform í bollaköku álbakka og fyllið hvert form upp 2/3 af deigi.

8Bakið í 10-15 mín eða þar til bakað í gegn.

9Útbúið kremið.

OREO smjörkrem

1Þeytið saman smjör og flórsykur þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.

2Bætið þá út i rjómanum og þeytið mjög vel áfram þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.

3Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið saman við.

4Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Sprautið kremi á hverja köku og skreytið með Oreo Crumbs.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!