Ómótstæðilegar Daim sörur

    

nóvember 25, 2020

Óhefðbundnar sörur en ó-svo-dásamlegar!

Hráefni

2 eggjahvítur

2 dl sykur

1/2 tsk lyftiduft

50 g Daim, mulið smátt

200 g rjómasúkkulaði

Smjörkrem

2 stk eggjarauður

2 msk síróp

100 g mjúkt smjör

60 g Daim, mulið smátt

1 msk Cadbury kakó

Leiðbeiningar

1Stífþeytið eggjahvítur og bætið þá sykri saman við, smátt og smátt. Þegar allur sykurinn er kominn saman við, þeytið í 3 mínútur til viðbótar.

2Bætið lyftidufti og muldu Daim varlega saman við.

3Látið á bökunarplötu með skeið og bakið í 150°c heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn stökkur að utan.

4Smjörkremið: Þeytið eggjarauður þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bætið þá sírópi rólega saman við.

5Bætið þá mjúku smjörinu saman við.

6Endið á að hræra muldu Daim og kakó saman við kremið með sleif.

7Smyrjið kreminu á botnana og dýfið í brætt rjómasúkkulað.

8Geymist í frysti eða kæli.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.