fbpx

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig uppskriftir elska ég.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 c.a 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 Vefjur með Quinoa og chia fræjum frá Mission Wraps
 2-3 Lítil avókadó eða 1-2 stórt
 4 tómatar venjulegir stórir
 Klettasalat
 salt
 Kjúklingakrydd að eigin vali
Basilpestó
 1/2 geiralaus hvítlaukur eða 1 hvítlaukskrif
 stórt búnt af basiliku. ég notaði í potti (allan pottinn)
 50 gr furuhnetur
 3 msk extra virgin ólífuolía
 50 gr parmesan
 3 msk+ vatn
Hvítlauksolía til penslunar
 1/2 dl ólífuolía
 1 stór geiralaus hvítlaukur eða 4 hvítlauksrif
 1/2 tsk gróft salt
 1/2 tsk Þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið lærin í langar ræmur og steikið á pönnu, saltið og kryddið mjög vel með góðu kjúklingakryddi

2

Gerið svo hvítlauksolíu og pestó á meðan kjúklingurinn er á pönnunni

3

Hvítlauksolían er gerð með því að merja hvítlaukinn út í olíuna og salta og setja steinselju út í. Gerið olíuna áður en þið gerið pestó svo það verði komið gott hvítlauksbragð af henni

4

Pestóið er svo gert með því að setja allt saman í blandara eða matvinnsluvél, nema olíu og vatn. Maukið allt saman og þegar það er að verða svona grófmaukað þá er gott að hella olíunni í og mauka vel. Ég notaði vatn til að þynna pestóið ögn og set það í eftir olíuna

5

Svo er bara að setja vefjuna saman með því að pensla hana með hvílauksolíu að innan. Svo er klettasalat, niðurskorið avókadó, kjúklingur og sneiddir tómatar sett á og að lokum pestó dreift yfir allt má líka salta aftur smá og svo loka

6

Penslið svo lokuðu vefjuna að utan með hvítlauksolíunni og setjið á pönnu sem þið eruð búin að pensla líka með hvílauksolíunni, ef þið eigið grillpönnu þá enn betra

7

Hitið báðum megin á pönnuni þar til vefjan er orðin gyllt og stökk að utan og neytið samstundis meðan hún er heit


Uppskrift frá PAZ.

DeilaTístaVista

Hráefni

 c.a 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 Vefjur með Quinoa og chia fræjum frá Mission Wraps
 2-3 Lítil avókadó eða 1-2 stórt
 4 tómatar venjulegir stórir
 Klettasalat
 salt
 Kjúklingakrydd að eigin vali
Basilpestó
 1/2 geiralaus hvítlaukur eða 1 hvítlaukskrif
 stórt búnt af basiliku. ég notaði í potti (allan pottinn)
 50 gr furuhnetur
 3 msk extra virgin ólífuolía
 50 gr parmesan
 3 msk+ vatn
Hvítlauksolía til penslunar
 1/2 dl ólífuolía
 1 stór geiralaus hvítlaukur eða 4 hvítlauksrif
 1/2 tsk gróft salt
 1/2 tsk Þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið lærin í langar ræmur og steikið á pönnu, saltið og kryddið mjög vel með góðu kjúklingakryddi

2

Gerið svo hvítlauksolíu og pestó á meðan kjúklingurinn er á pönnunni

3

Hvítlauksolían er gerð með því að merja hvítlaukinn út í olíuna og salta og setja steinselju út í. Gerið olíuna áður en þið gerið pestó svo það verði komið gott hvítlauksbragð af henni

4

Pestóið er svo gert með því að setja allt saman í blandara eða matvinnsluvél, nema olíu og vatn. Maukið allt saman og þegar það er að verða svona grófmaukað þá er gott að hella olíunni í og mauka vel. Ég notaði vatn til að þynna pestóið ögn og set það í eftir olíuna

5

Svo er bara að setja vefjuna saman með því að pensla hana með hvílauksolíu að innan. Svo er klettasalat, niðurskorið avókadó, kjúklingur og sneiddir tómatar sett á og að lokum pestó dreift yfir allt má líka salta aftur smá og svo loka

6

Penslið svo lokuðu vefjuna að utan með hvítlauksolíunni og setjið á pönnu sem þið eruð búin að pensla líka með hvílauksolíunni, ef þið eigið grillpönnu þá enn betra

7

Hitið báðum megin á pönnuni þar til vefjan er orðin gyllt og stökk að utan og neytið samstundis meðan hún er heit

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…