IMG_7702
IMG_7702

Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum

    

ágúst 23, 2017

Ofureinföld uppskrift sem inniheldur kjúkling, grillaða papriku, ferskan mozzarella og furuhnetur.

Hráefni

900 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry

salt og pipar

1 dós sýrður rjómi

1 dl rjómi

2 tsk chilí mauk, t.d. Minched chilí frá Blue dragon

1 tsk paprikukrydd

300 g grillaðar paprikur í krukku

2 kúlur mozzarella ostur

4 hvítlauksrif

fersk basilíka

furuhnetur

Leiðbeiningar

1Smyrjið ofnfast mót með ólífuolíu.

2Skerið kjúklingalundirnar í tvennt og leggið í mótið. Saltið og piprið.

3Blandið sýrðum rjóma, rjóma, chilímauki, paprikudufti saman í skál ásamt salti og pipar og hrærið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn.

4Skerið paprikuna, mozzarellaostinn og hvítlauk gróflega og stráið yfir kjúklinginn. Setjið að lokum saxaða basilíku og furuhnetur yfir allt.

5Látið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn orðinn gylltur á lit. Berið fram með góðu salati og tagliatelle.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_436m7 (Medium)

Sweet chilli stir fry núðluréttur

Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

Japanskt kjúllasalat

Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!

Kjúlli hvítlauks

Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Meinholl og staðgóð máltíð þegar við nennum ekki að elda.