Naan pizza

    

mars 7, 2018

Indverskar pizzur á naan brauði með kjúkling.

Hráefni

4 stk Rose Poultry kjúklingabringur

1 krukka Patak‘s Rogan Josh sósa

2 pakkar Patak‘s Naan brauð

2 bollar rifinn ostur

10 stk Rapunzel döðlur

1 rauðlaukur

1 stk chili

2 msk Filippo Berio ólífuolía

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og veltið þeim upp úr Rogan Josh sósunni, gott er að marinera bringurnar í tvær klukkustundir eða lengur fyrir eldun

2Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður

3Smyrjið Rogan Josh sósunni á naan brauðin og raðið kjúklingnum ofan á sósuna

4Skerið döðlur, rauðlauk og chili í þunnar sneiðar, raðið ofan á brauðin og sáldrið osti yfir. Hitið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur

5Berið fram með Filippo Berio hvítlauksolíu

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Camembert pizza með trönuberjasósu

Girnilega ostapizza sem auðvelt er að gera.

Græn og gómsæt pizza

Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana!

Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum

Pizza með blómkálsbotni og djúsí áleggi, getur ekki klikkað