Mexíkósk kjúklingasúpa með rjómaosti og salsasósu

    

desember 8, 2017

Þessi súpa yljar á köldum vetrarkvöldum.

Hráefni

4 kjúklingabringur, t.d. Rose Poultry

1 líter tómat passata (maukaðir tómatar)

1 dós Hunt's tómatar, saxaðir

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

1 paprika, skorin í teninga

2 tsk Oscar kjúklingakraftur

200 g Philadelphia rjómaostur

3 msk salsasósa

1 1/2 tsk chilíduft

1 1/2 tsk cayenne pipar

svartur pipar

Meðlæti

nachos

sýrður rjómi

rifinn ostur

ferskt kóríander saxað

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu

2Setjið 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk þar á þar til laukurinn hefur fengið gylltan lit.

3Bætið þá papriku saman við og steikið áfram.

4Setjið því næst tómat passata, tómata úr dós og kjúklingakraft saman við. Látið malla í nokkrar mínútur.

5Bætið því næst rjómaosti, sýrðum rjóma, salsasósu saman við og smakkið til með chilídufti, cayenne og ríflegu magni af svörtum pipar. Látið malla við vægan hita í um 30 mínútur. Þynnið með vatni ef þörf er á.

6Bætið að lokum kjúklingi saman við og hitið.

7Hellið í skálar og berið fram með nachosflögum, sýrðum rjóma, kóríander og rifnum osti.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Mexíkó kjúklingasúpa

Bragðmikil mexíkósk kjúklingasúpa.

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Núðlusúpa Ramen Style

Ramen style núðlusúpa sem einfalt er að gera.