Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

    

september 1, 2020

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa stútfull af grænmeti og hollustu.

  • Fyrir: 3

Hráefni

2 msk Filippo Berio ólífu olía

½ laukur

½ blaðlaukur (hvíti hlutinn)

2 gulrætur

½ sæt kartafla

1 paprika

1 dós Hunt’s niðursoðnir tómatar í bitum

2 hvítlauksgeirar

1 líter vatn

2 tsk grænmetiskraftur frá Oscar

1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar

Salt og pipar eftir smekk

¼ tsk Þurrkaðar chillí krydd flögur (má sleppa)

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að skera laukinn og blaðlaukinn niður, setjið í pott ásamt olíu og steikið.

2Flysjið gulræturnar og sætu kartöflurnar og skerið í bita, bætið út á pottinn. Skerið paprikuna og bætið henni einnig út á og hrærið reglulega í.

3Opnið dósina af tómötunum, hellið út á og hrærið reglulega í.

4Pressið hvítlaukinn í gegnum hvítlaukspressu, pressið út á og hrærið reglulega í.

5Bætið vatninu saman við ásamt grænmetiskraftinum og kjúklingakraftinum, hrærið vel í og leyfið súpunni að sjóða í 10-15 mín.

6Takið töfrasprota og maukið súpuna.

7Smakkið til með salti og pipar og örlitlu þurrkuðu chillí ef áhugi er fyrir því að hafa súpuna örlítið sterka.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Matarmikil haustsúpa

Það er svo notalegt að ylja sér í haustinu með heitri og bragðgóðri súpu.

Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.