Lúxus jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

    

desember 18, 2019

Jólajógúrt parfait hentar fullkomlega í jóla brunchinn.

Hráefni

2 krukkur grísk jólajógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 rautt epli

Örlítill sítrónusafi

u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur

u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Leiðbeiningar

1Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.

2Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.

3Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.

4Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.

5Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla

Algjört nammi! Appelsínu- og súkkulaði granóla.

Grísk vanillu jógúrtskál

Grískt jógúrt með höfrum og hnetusmjöri.

Morgunmatur flugfreyjunar

Einnig er hægt að setja morgunmatinn í krukkur eins og ég geri hér til að taka með í nesti.