fbpx

Ljúffeng núðlusúpa með kjúklingi

Núðlusúpa sem er ótrúlega bragðgóð með hvítlauk, engifer og kóríander og auðvitað Tabasco Sriracha sósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 msk olía
 4 hvítlauksgeirar
 Handfylli af kóríander
 2 cm engifer (2 tsk kryddið)
 1-2 msk Tabasco® Sriracha sósa
 400 ml kókosmjólk
 500 ml vatn
 1 kjúklingakraftur
 2 msk fiskisósa
 200 g eggja eða hrísgrjónanúðlur
 500 g kjúklingakjöt
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu í pott ásamt pressuðum hvítlauk, niðurskornum kóríander og engifer á miðlungshita í 2-3 mín.

2

Bætið þá Sriracha sósunni saman við ásamt kókosmjólkinni, vatni, krafti og fiskisósu.

3

Leyfið suðunni að koma upp og malla í nokkrar mínútur. Gott er að setja smá salt og pipar.

4

Meðan súpan sýður, sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum á pakka í öðrum potti (einnig hægt að setja núðlurnar ofan í súpuna og sjóða þar).

5

Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu og kryddið léttilega með góðu kjúklingakryddi.

6

Setjið núðlurnar og kjúkling í skál og hellið súpu yfir. Gott er að bera fram með niðurskornum chili, kóríander og jafnvel vorlauk.

7

Ef þið viljið gera súpuna mat meiri myndu gulrætur, brokkolí og t.d. mini maís henta vel með súpunni.


Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 msk olía
 4 hvítlauksgeirar
 Handfylli af kóríander
 2 cm engifer (2 tsk kryddið)
 1-2 msk Tabasco® Sriracha sósa
 400 ml kókosmjólk
 500 ml vatn
 1 kjúklingakraftur
 2 msk fiskisósa
 200 g eggja eða hrísgrjónanúðlur
 500 g kjúklingakjöt
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu í pott ásamt pressuðum hvítlauk, niðurskornum kóríander og engifer á miðlungshita í 2-3 mín.

2

Bætið þá Sriracha sósunni saman við ásamt kókosmjólkinni, vatni, krafti og fiskisósu.

3

Leyfið suðunni að koma upp og malla í nokkrar mínútur. Gott er að setja smá salt og pipar.

4

Meðan súpan sýður, sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum á pakka í öðrum potti (einnig hægt að setja núðlurnar ofan í súpuna og sjóða þar).

5

Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu og kryddið léttilega með góðu kjúklingakryddi.

6

Setjið núðlurnar og kjúkling í skál og hellið súpu yfir. Gott er að bera fram með niðurskornum chili, kóríander og jafnvel vorlauk.

7

Ef þið viljið gera súpuna mat meiri myndu gulrætur, brokkolí og t.d. mini maís henta vel með súpunni.

Ljúffeng núðlusúpa með kjúklingi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Tær grænmetissúpaTær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu.…