Krakkapasta með kolkrabba pylsum

  ,   

nóvember 16, 2020

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

350 gr De Cecco pastaslaufur (fyrir suðu)

1 pakki af mini partý pylsum

1 askja skinkumyrja

1 askja hreinn Phildadelphia ostur Original

1 dl nýmjólk

1 lítill haus brokkólí

150 gr smátt skornir sveppir

25 gr smjör

1/2 tsk fínt borðsalt

1 tsk gróft malaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1Byrjið á að sjóða pastað með því að setja vatn í pott sem er nógu mikið til að rétt fljóta yfir pastað. Saltið vatnið það vel að það líkist sjóvatni og látið suðuna koma upp áður en pastað er sett ofan í

2Sjóðið pastað í þann tíma sem er gefið upp á pakkanum eða í 11-13 mín

3Á meðan er gott að skera niður pylsurnar í annað hvort litla bita eða kolkrabbba en það er gert með því að skera ræmur í annan endann upp að miðju.

4Steikjið næst brokkólí og sveppi upp úr smjörinu og saltið ögn og piprið. Takið svo af pönnuni og leggið til hliðar

5Steikjið svo pylsurnar upp úr sama smjöri á sömu pönnu þar til að endarnir hafa glennst út og líkjast kolkrabba löppum

6Takið nú pylsurnar af og setjið til hliðar með sveppunun og brokkólíinu

7Gerið nú sósuna með því að setja ostana og mjólkina á pönnuna og láta það bráðna vel saman, saltið með 1/2 tsk af fínu borðasalti og 1 tsk grófum svörtum pipar

8Bætið nú pylsum og brokkóli í sósuna og hrærið vel saman

9Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og parmesan osti

Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.

Víetnamskt banh mi í skál

Núðluréttur með steiktu svínakjöti, gulrætum og agúrku.

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.