Kjúklingur í rjómalagaðri hnetusmjörsósu

    

október 22, 2019

Frábær kjúklingur í hnetusósu.

  • Fyrir: 4

Hráefni

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

kókosolía

2-3 tsk rautt karrý mauk frá Blue dragon

3 dl kókosmjólk frá Blue dragon

3 dl rjómi

6 msk gróft hnetusmjör

4 msk soyasósa frá Blue dragon

safi úr 1-2 límónum

salt

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklinginn í litla bita.

2Hitið kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn.

3Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið 1 msk af kókosolíu á pönnuna.

4Hitið karrý á pönnunni og bætið þá kókosmjólk, rjóma, hnetusmjöri, soyasósu og límónusafa út í.

5Látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

6Bætið kjúklingnum saman við og hitið. Smakkið til með salti.

7Setjið á disk og stráið salthnetum yfir.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með krömdum ólífum, steinselju og hvítlauk

Þarna hefur enn einn stórgóði kjuklingarétturinn bæst í hópinn!

Lazone kjúklingaréttur

Vel kryddaður kjúklingur í rjóma-smjör sósu.