Kjúklingur með chilí eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu

    

nóvember 4, 2020

Kjúklingur með chilí, eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1,2 kg kjúklingalæri, frá Rose Poultry

1 púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar

3 hvítlauksrif, söxuð

1 dl hvítvín

2 dl kjúklingasoð, frá Oscar (fæst í fernum)

4 msk rjómi

hveiti

timían

Eplachutney

4 epli, afhýdd og skorin í bita

1/2 - 1 tsk þurrkar chilíflögur

5 msk vatn

2 msk sykur

Leiðbeiningar

1Veltið kjúklingalærunum upp úr hveiti og kryddið með salti, pipar og timían.

2Setjið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn á báðum hliðum. Setjið í ofnfast mót og látið eplamaukið yfir. Setjið í 210°c heitan ofn.

3Hitið olíu á pönnunni og látið púrrulauk og léttsteikið. Bætið hvítlauknum saman við og þá hvítvíninu. Látið það sjóða niður um helming. Hellið þá kjúklingasoðinu saman við og látið sjóða niður.

4Hellið soðinu yfir kjúklinginn og þá rjóma. Eldið áfram í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður i gegn.

Eplachutney

1Setjið allt saman i pott og látið malla við vægan hita i um 10 mínútur eða þar til eplin eru orðin lin.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!