IMG_8709
IMG_8709

Kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum

    

janúar 8, 2019

Kjúklingur í kasjúhnetusósu. Þessi réttur fær fullt hús stiga.

  • Fyrir: 4

Hráefni

150 g kasjúhnetur, ósaltaðar

1 laukur

1 rauð paprika

1 brokkolí

4 kjúklingabringur, frá Rose Poultry

Sósa

2 hvítlauksrif, pressuð

1.5 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon

1.5 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon

3 msk sojasósa, t.d. frá Blue dragon

3 msk hoisinsósa, t.d. frá Blue dragon

0.5 dl ostrusósa, t.d. frá Blue dragaon

2 tsk malað engifer (engiferkrydd)

chilíkrydd, magn að eigin smekk

Leiðbeiningar

1Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman.

2Ristið hneturnar á þurri pönnu og hrærið reglulega svo þær brenni ekki. Takið af pönnunni og geymið.

3Skerið laukinn í skífur, saxið paprikuna og skerið brokkolíið í bita.

4Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og setjið á pönnuna ásamt smá olíu og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur brúnast.

5Bætið grænmetinu þá saman við og steikið áfram. Bætið hnetunum saman við og að lokum sósunni og látið aðeins malla við vægan hita.

6Bætið við chilíkryddi ef áhugi er á því.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_2189-1024x683

Kjúklingasalat með sætri chilísósu

Namm namm sögðu matargestir er þeir gæddu sér á þessu bragðgóða kjúklingasalati.

IMG_9992-1024x683

Pulled chicken

Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira.