IMG_5798
IMG_5798

Kjúklingur í cashew

    

desember 10, 2015

Draumaréttur á aðeins 15 mínútum!

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 10 mín
  • 5 mín

    10 mín

    15 mín

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

2 litlir rauðlaukar, skornir í fernt

500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry

3 msk olía til steikingar

80 g kasjúhnetur

3 stór hvítlauksrif, pressuð

Sósa

2 tsk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue Dragon

2 msk teriyakisósa, t.d. Teriyaki sauce frá Blue Dragon

2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue Dragon

2 msk púðursykur

2 msk vatn

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnum saman í sósunni og geymið.

2Skerið kjúklingalundirnar í þunnar sneiðar langsum.

3Setjið olíu á pönnu og ristið kasjúhneturnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim á meðan. Takið þær af pönnunni, en skiljið olíuna eftir. Þerrið hneturnar og takið til hliðar.

4Steikið því næst lauk og hvítlauk. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 5 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og farinn að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni á meðan steikingunni stendur.

5Hellið sósunni og kasjúhnetunum saman við og takið af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og skreytið að vild t.d. með kóríander eða vorlauk.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_436m7 (Medium)

Sweet chilli stir fry núðluréttur

Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

Japanskt kjúllasalat

Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!

Kjúlli hvítlauks

Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Meinholl og staðgóð máltíð þegar við nennum ekki að elda.