Kjúklingur í hunangs- og sinnepsmarineringu

    

apríl 20, 2020

Bragðgóður einfaldur kjúklingaréttur með hunangs- og sinnepsmarineringu.

Hráefni

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

4 tsk sætt sinnep frá HEINZ

2 msk hunang

1 tsk salt

4 msk ólífuolía

2 msk þurrkað timían

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnum að kjúklingnum frátöldum saman í skál og hrærið vel saman.

2Setjið kjúklinginn í poka með rennilási og hellið marineringunni saman við og nuddið henni vel í kjúklinginn. Marinerið í ísskáp eins lengi og tíminn leyfir (gott að útbúa kvöldinu áður).

3Setjið í ofnfast mót og eldið við 190°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Stökkir kjúklinganaggar.

Tikka Masala fiðrilda kjúklingur

Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati

Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati er æðislegur, bragðgóður og fljótlegur réttur.