Kjúklingur í hunangs- og sinnepsmarineringu

    

apríl 20, 2020

Bragðgóður einfaldur kjúklingaréttur með hunangs- og sinnepsmarineringu.

Hráefni

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

4 tsk sætt sinnep frá HEINZ

2 msk hunang

1 tsk salt

4 msk ólífuolía

2 msk þurrkað timían

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnum að kjúklingnum frátöldum saman í skál og hrærið vel saman.

2Setjið kjúklinginn í poka með rennilási og hellið marineringunni saman við og nuddið henni vel í kjúklinginn. Marinerið í ísskáp eins lengi og tíminn leyfir (gott að útbúa kvöldinu áður).

3Setjið í ofnfast mót og eldið við 190°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

Sannkölluð Inversk matarveisla

Kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums.

Dumpling salat með edamame og brokkólí

Létt og gott salat með grænmeti og kjúklinga dumplings.