IMG_3475-1024x683
IMG_3475-1024x683

Kjúklingur í grænu karrý

    

janúar 8, 2019

Kjúklingur í grænu karrý er réttur sem flestum þykir bragðgóður.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 msk kókosolía

6 msk grænt karrýmauk, Green Curry paste frá Blue Dragon

1 1/2 tsk ferskt engifer, fínrifið

1/2 tsk börkur af límónu, rifinn

3 hvítlauksrif, pressuð

1 laukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar

1 rauð paprika, skorinn í sneiðar

100 ml kjúklingasoð

1 grillaður kjúklingur frá Rose Poultry, rifinn niður

1 dós kókosmjólk, Coconut milk frá Blue Dragon

1 lúka fersk basillauf

1 msk safi úr límónu

hrísgrjón

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á pönnu.

2Setjið karrýmauk, engifer og límónubörkinn út á pönnuna og hrærið reglulega í 1 mínútu.

3Bætið lauki og hvítlauki saman við og hrærið í blöndunni þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Setjið þá papriku saman við og blandið öllu vel saman.

4Setjið kjúklingasoðið út í og látið malla í nokkrar mínútur.

5Bætið þá kjúklingi og kókosmjólkinni saman við og hitið við meðalhita í um 3 mínútur en látið ekki sjóða.

6Smakkið til með límónusafa og karrýmauki og setjið að lokum ferska basilíku saman við.

7Berið fram með hrísgrjónum.

Ég ber þennan rétt fram með hrísgjónum, límónubátum, kasjúhnetum eða salthnetum, fersku kóríander og chilíflögum. NAMM! Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MissionWraps (11) (Large)

Suðræn vefja

Hér á ferðinni eru tvær dúndurgóðar vefjur sem taka mjög skamman tíma að útbúa!

MG_7537

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

Klassískar fylltar kjúklingabringur með ítölsku yfirbragði sem enginn verður svikinn af.

nfd

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur sem dansar við bragðlaukana.