Kjúklingur í fetaostarjómasósu með sweet chili

    

desember 22, 2020

Einfaldur kjúklingaréttur í eldföstumóti með sætri rjómasósu.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

2 dl sýrður rjómi

0.5 dl rjómi

100 g fetaostur

3 msk Sweet chilí sósa frá Blue Dragon

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk timían

salt og pipar

4 sneiðar beikon, eldað stökkt

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og dreipið olíu yfir hann. Saltið og piprið. Látið inní 210°c heitan ofn í 15 mínútur.

2Setjið sýrðan rjóma, rjóma, fetaost, sweet chilí sósu, hvítlauk og timían í matvinnsluvél/blandara og blandið vel saman.

3Takið kjúklinginn úr ofninum og hellið sósunni yfir hann.

4Látið inní ofn í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

5Takið úr ofni og stráið stökku beikonbitum yfir.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.