Kjúklingur í fetaostarjómasósu með sweet chili

    

desember 22, 2020

Einfaldur kjúklingaréttur í eldföstumóti með sætri rjómasósu.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

2 dl sýrður rjómi

0.5 dl rjómi

100 g fetaostur

3 msk Sweet chilí sósa frá Blue Dragon

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk timían

salt og pipar

4 sneiðar beikon, eldað stökkt

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og dreipið olíu yfir hann. Saltið og piprið. Látið inní 210°c heitan ofn í 15 mínútur.

2Setjið sýrðan rjóma, rjóma, fetaost, sweet chilí sósu, hvítlauk og timían í matvinnsluvél/blandara og blandið vel saman.

3Takið kjúklinginn úr ofninum og hellið sósunni yfir hann.

4Látið inní ofn í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

5Takið úr ofni og stráið stökku beikonbitum yfir.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.

Dásemdar kjúklingaréttur með kókos & mango chutney sósu

Kjúklingur með chilí-hnetusmjörsósu og mangó chutney kókossósu.

Taquitos með kjúklingi & guacamole

Stökkt taquitos með mjúkri kjúklinga- og ostafyllingu borið fram með guacamole og kóríander sósu. Nammi, þetta er alltof gott!