IMG_3453
IMG_3453

Kínóa salat með grænu pestó og hindberja balsamic gljáa

  , ,

janúar 19, 2016

Æðislegt kínóa salat.

Hráefni

1 bolli kínóa

2 bollar vatn

1 krukka grænt pestó 190 gr (Filippo berio)

75 gr klettasalat

1 stk lambhaga-salat (pottur/haus)

½ stk gul melóna

2 stk tómatar

1 stk feskur mozzarella ostur

3 msk extra virgin ólífuolía

Balsamic gljái ( Filippo Berio)

Leiðbeiningar

1Skolið 1 bolla kínóa með köldu vatni, setjið í pott ásamt 2 bollum af vatni og sjóðið í 20 mínútur, lækkið þegar suðan kemur upp og gott er að hafa lok hálf lokað.

2Kælið kínóað þegar það er soðið.

3Blandið kínóanu saman við grænt pestó.

4Skolið klettasalat og skerið yfir það, skolið lambhaga-salat og skerið smátt.

5Skerið gula melónu og mozzarella ost í litla bita, skerið tómata í báta og blandið við salatið.

6Veltið salatinu upp úr exta virgin ólífuolíunni, setjið á disk, bætið kínóainu inná milli og hellið balsamic gljáa yfir.

7Gott sem meðlæti með kjúkling, fisk eða bara eitt og sér.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05796

Rækjuvorrúllur

Ferskar rækju rúllur á asískan máta.

DSC05816

Blómkáls Chilibitar

Frábær vegan fingramatur, grænmetis buffalo vængir.

IMG_4421

Grafin andabringa með piparrótarsósu

Hátíðar grafin andabringa með ljúffengri sósu.