Karrý kókos kjúklingasúpa

  ,   

janúar 19, 2016

Hrikalega góð og einföld súpa.

Hráefni

2 msk olía

700 gr úrbeinuð kjúklingalæri (Rose Poultry)

3-4 msk rautt karrý paste (Blue Dragon)

1 stk rauðlaukur

1 stk sæt kartafla

1 stk rauð paprika

½ L vatn

3 tsk kjúklingakraftur (Oscar)

2 dósir kókosmjólk (800gr) (Blue Dragon)

Safi úr ½ sítrónu

½ tsk salt

Smá pipar

Leiðbeiningar

1Skrælið og hreinsið grænmetið og skerið smátt.

2Hitið olíuna stórum potti, skerið kjúklingin í bita og steikið í 5 mínútur.

3Bætið 3 msk af rauðu karrý útí

4Bætið skornu grænmetinu útí.

5Bætið vatni, kjúklingakrafti og kókosmjók saman við og látið malla í 30 mínútur.

6Kreistið sítónusafa útí í lokin.

7Smakkið súpuna til með salti og pipar

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tagliatelline með kjúklingi & rjómapestósósu

Svo ljúffengt pasta og passar sérlega vel með hvítvíni.

Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu