Jalapenó ostasmyrja

  , ,   

febrúar 18, 2020

Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.

Hráefni

200 g Philadelphia rjómaostur

250 g Cheddar ostur

½ dl jalapeño (eða eftir smekk)

Leiðbeiningar

1Rífið cheddar ostinn og setjið í skál ásamt Philadelphia rjómaostinum. Blandið saman.

2Skerið jalapenóið niður og bætið út í og blandið saman.

3Útbúið grill brauð, t.d. með osti og skinku inn í og smyrjið smyrjunni ofan á. Setjið klípu af smjöri á pönnu sem hægt er að loka, þegar smjörið hefur bráðnað setjiði brauðið á pönnuna og setjið lokið á. Látið steikjast við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kirsuberjatómatar á grillspjóti

Grillaðir tómatar sem henta vel með grillmatnum.

Grillaðar ostakartöflur

Fylltar ostakartöflur sem henta vel með grillmat.

Ljúffengt sveppa risotto

Ljúffengt sveppa risotto sem þú munt elska!