Jalapenó ostasmyrja

  , ,   

febrúar 18, 2020

Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.

Hráefni

200 g Philadelphia rjómaostur

250 g Cheddar ostur

½ dl jalapeño (eða eftir smekk)

Leiðbeiningar

1Rífið cheddar ostinn og setjið í skál ásamt Philadelphia rjómaostinum. Blandið saman.

2Skerið jalapenóið niður og bætið út í og blandið saman.

3Útbúið grill brauð, t.d. með osti og skinku inn í og smyrjið smyrjunni ofan á. Setjið klípu af smjöri á pönnu sem hægt er að loka, þegar smjörið hefur bráðnað setjiði brauðið á pönnuna og setjið lokið á. Látið steikjast við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Falafel vefjur

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.

Hátíðleg ostakúla með pekanhnetukurli

Skemmtilegur partýréttur.