Hunangs- og soya kjúklingaspjót

    

júlí 25, 2019

Einföld asísk kjúklingaspjót.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 20 mín
  • 10 mín

    20 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

800 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

1 dl hunang frá Jakobsens

50 ml soyasósa frá Blue dragon

50 ml vatn

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingalærin í bita.

2Hitið hunang, soyasósu og vatn saman í potti við vægan hita. Látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

3Þræðið kjúkling upp á litla teina eða klippið þá til þannig að þeir komist fyrir á pönnu.

4Hellið sósunni á pönnuna og hitið við vægan hita. Veltið kjúklinginum í sósunni á meðan kjúklingurinn eldast eða í um 8-10 mínútur.

5Takið kjúklingaspjótin af pönnunni og hellið afgangs sósunni yfir kjúklinginn.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Kormakjúklingur

Heill kjúklingur í indverskri korma marineringu.

Tælenskur basilkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.