Humarkebab með epla-, sellerí- og trönuberjasultu

  , , ,   

febrúar 1, 2017

Skelfléttur humar á spjóti með eplum og sultu.

Hráefni

12 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)

1 spjót

2 msk hvítlauksolía

2 msk bragðlaus olía

2 græn epli - skræld og skorin í smáa bita

1 stilkur grænt sellerí - smátt skorið

2 msk þurrkuð trönuber

2 msk hrásykur

2 msk eplaedik

1 msk sítrónuolía

Salt

Leiðbeiningar

1Þræðið humarinn á spjót og kryddið með salti og hvítlauksolíu.

2Steikið í olíu þar til humarinn er fallega gullinbrúnn.

3Brúnið sykurinn í víðum potti og bætið eplunum við. Leyfið þeim að brúnast í sykrinum, hellið eplaedikinu yfir og lækkið hitann.

4Bætið trönuberjum í pottinn og látið malla þar til eplin eldast í gegn.

5Takið af hitanum og bætið selleríinu út í ásamt sítrónuolíunni og örlitlu salti.

6Berið fram volgt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.