fbpx

Hrekkjavöku kokteill – Brómberja Margarita

Hvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Einn kokteill
 6 stk Brómber
 2 stk Fersk timían strá
 2 cl safi úr lime
 2 cl sykursýróp
 2 cl Cointreau
 5 cl Mezcal
Skraut á glas
 1 tsk sjávarsalt
 1 tsk skógarberjate
Sykursýróp
 200 g sykur
 200 ml vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.

2

Hellið Cointreau og Mezcal út í.

3

Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.

4

Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.

5

Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.


Uppskrift eftir Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Einn kokteill
 6 stk Brómber
 2 stk Fersk timían strá
 2 cl safi úr lime
 2 cl sykursýróp
 2 cl Cointreau
 5 cl Mezcal
Skraut á glas
 1 tsk sjávarsalt
 1 tsk skógarberjate
Sykursýróp
 200 g sykur
 200 ml vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.

2

Hellið Cointreau og Mezcal út í.

3

Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.

4

Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.

5

Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.

Hrekkjavöku kokteill – Brómberja Margarita

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
HindberjakokteillÞetta er sumardrykkurinn í ár! Einfaldur og bragðgóður með ljúffengri froðu og hindberjabragði. Hann inniheldur Cointreau, fersk hindber, lime, eggjahvítu,…