Heilsteiktur kjúklingur með kryddjurtarjómasósu

  

nóvember 27, 2015

Virkilega góður heilsteikur kjúklingur með kryddjurtarjómasósu, kartöflum og grænmeti.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

1 heill kjúklingur frá Rose Poultry

kjúklingakrydd frá Pottagöldrum

Kryddjurtarjómasósa

soðið sem fellur til af kjúklingnum (um það bil 1-2 dl)

2 dl rjómi

1 msk Blue Dragon sojasósa

ca 120 g Philadelphia ostur með hvítlauk og kryddjurtum

salt og pipar eftir smekk (gætið þess að sojasósan er sölt)

sósujafnari (ef með þarf)

Ofnsteiktar kartöflur og gulrætur

kartöflur

gulrætur

ólífuolía

flögusalt (Falksalt með hvítlauki)

grófmalaður svartur pipar

ítalskt krydd eða kryddblanda (til dæmis basilika, rósmarín og oregano)

Leiðbeiningar

1Ofn er hitaður í 200 gráður við undir og yfirhita. Gott er að taka kjúklinginn úr frysti kvöldið fyrir eldun og leyfa honum að þiðna inni í ísskáp. Ef skammur tími er til stefnu er hægt að þýða kjúklinginn (í umbúðunum) með því að láta hann liggja í köldu vatni sem skipt er um reglulega – það tekur um það bil 3 til 4 tíma. Þegar kjúklingurinn hefur þiðnað er hann skolaður og þerraður með eldhúspappír. Því næst er hann kryddaður vel með kjúklingakryddi. Kjúklingurinn er lagður í steikarpott eða í steikarpoka og steiktur í ofni við 200 gráður í um það bil klukkustund eða þar til hann er eldaður í gegn.

2Soðið af kjúklingnum og sojasósan sett saman í pott og suðan látin koma upp. Þá er rjómanum og Philadelphia osti með hvítlauk og kryddjurtum bætt út í og leyft að malla í um það bil 10 mínútur á meðalhita. Sósan er smökkuð til með pipar og salti. Sósan þykkist vel á meðan hún mallar en ef hún er of þunn er hægt að bæta út í hana sósujafnara.

3Kartöflur eru þvegnar og skornar í bita. Gulrætur eru flysjaðar og skornar í svipað stóra bita og kartöflurnar. Hvort tveggja er sett í ofnskúffu og ólífuolíu ásamt kryddi dreift yfir, blandað vel saman. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 25 mínútur.

Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Karrý-majó kjúklingasalat

Karrýsalat með kjúklingi og eggjum.

Kjúklingur í rjómalagaðri hnetusmjörsósu

Frábær kjúklingur í hnetusósu.

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.