Grillaður hamborgari með eggi og TABASCO® chilli majó

  , , ,

júlí 29, 2016

Djúsí börger með chilli majó!

Hráefni

Burgerinn

600 gr nautahakk

200 gr grísahakk

1 stk egg (pískað létt)

10 stk Tuc kex beikon (mulið)

2 stk hvítlauksrif

½ laukur

3 msk BBQ sósa Hunts

Salt og pipar (eftir smekk)

8 stk egg

TABASCO® chilli majó

8 msk majónes

2 tsk chillimauk frá Blue Dragon

2 stk hvítlauksrif (rifinn)

2 msk sítrónusafi

10 dropar TABASCO® sósu með hvítlauk (eftir smekk)

Salt og pipar

Leiðbeiningar

Burgerinn

1Myljið beikon Tuc kexið

2Fínsaxið laukinn og pressið hvítlaukinn, blandið saman við nautahakkið, grísahakkið og bætið útí létt hrærðu eggi.

3Bætið BBQ sósunni saman við og kryddið með salti og pipar. Í lokinn er muldu tuc-kexi bætt saman við og öllu blandað vel saman.

4Mótið í hamborgana og hafið góða brún, gott að nota dós til að móta hliðarnar. Kælið í að minnsta kosti 30 mín áður en grillað er. (120gr)

5Hitið grillið vel, setjið hamborgarana á og brjótið egg ofaní hvern og einn, stillið gillið á miðlungshita og lokið grillinu. Grillið í cirka 12 mín.

6Grillið brauðin í stutta stund.

7Gott að hafa með: Salat, 1 stk Rauðlauk, 3 stk tómata og 8 stk hamborgarabrauð

TABASCO® chilli majó

1Hrærið öllu saman og setjið TABASCO® sósu með hvítlauk eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Stökkur nachos kjúklingaborgari

Geggjaður kjúklingaborgari