IMG_5605 (Medium)
IMG_5605 (Medium)

Grillaður hamborgari með eggi og TABASCO® chilli majó

  , , ,

júlí 29, 2016

Djúsí börger með chilli majó!

Hráefni

Burgerinn

600 gr nautahakk

200 gr grísahakk

1 stk egg (pískað létt)

10 stk Tuc kex beikon (mulið)

2 stk hvítlauksrif

½ laukur

3 msk BBQ sósa Hunts

Salt og pipar (eftir smekk)

8 stk egg

TABASCO® chilli majó

8 msk majónes

2 tsk chillimauk frá Blue Dragon

2 stk hvítlauksrif (rifinn)

2 msk sítrónusafi

10 dropar TABASCO® sósu með hvítlauk (eftir smekk)

Salt og pipar

Leiðbeiningar

Burgerinn

1Myljið beikon Tuc kexið

2Fínsaxið laukinn og pressið hvítlaukinn, blandið saman við nautahakkið, grísahakkið og bætið útí létt hrærðu eggi.

3Bætið BBQ sósunni saman við og kryddið með salti og pipar. Í lokinn er muldu tuc-kexi bætt saman við og öllu blandað vel saman.

4Mótið í hamborgana og hafið góða brún, gott að nota dós til að móta hliðarnar. Kælið í að minnsta kosti 30 mín áður en grillað er. (120gr)

5Hitið grillið vel, setjið hamborgarana á og brjótið egg ofaní hvern og einn, stillið gillið á miðlungshita og lokið grillinu. Grillið í cirka 12 mín.

6Grillið brauðin í stutta stund.

7Gott að hafa með: Salat, 1 stk Rauðlauk, 3 stk tómata og 8 stk hamborgarabrauð

TABASCO® chilli majó

1Hrærið öllu saman og setjið TABASCO® sósu með hvítlauk eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_9992-1024x683

Pulled chicken

Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira.

33096346_10156371591753622_3205324648371716096_n

Tandoori kjúklingahamborgarar

Indverskir kjúklingaborgarar með Tandoori marineringu.

DSC04753

Chili hamborgari

Chili hamborgari með portobellosvepp.