Grillaður banani með heslihnetum og ástaraldin

  ,

júlí 23, 2020

Hráefni

4 stk bananar

3 msk Nusica heslihnetusúkkulaði

80 g Geisha heslihnetumolar

180 g rjómi

20 g ristaðar heslihnetuflögur

20 g ristaðar kókosflögur

2 stk ástaraldin

Leiðbeiningar

1Grillið bananana í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru orðnir vel dökkir.

2Takið af og leyfið að kólna ögn.

3Bræðið súkkulaðið og molana í 80 gr af rjómanum en restin af rjómanum er þeytt létt.

4Skerið rauf langsum í bananana og opnið sárið vel, hellið súkkulaðisósunni ofan í.

5Setjið því næst rjóman þar ofan á og bætið svo við heslihnetu- og kókosflögum.

6Að lokum skerið þið ástaraldinin í tvennt og skúpið hálfum ávöxt ofan á hvern og einn banana.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Hvít Tobleronemús með jarðarberjum og lime

Sumarleg súkkulaðimús með lime og jarðarberjum.

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.