Grillaðar ostakartöflur

  , ,   

júní 12, 2020

Fylltar ostakartöflur sem henta vel með grillmat.

Hráefni

4 stk bökunarkartöflur

200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

1 msk hvítlaukur

1 bolli rifinn ostur

1 tsk papriku krydd

1/2 bolli fetaostur

4 msk Heinz sætt sinnep

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Bakið kartöflur í ofni við 180˚C í 60 mínútur

2Skerið kartöflurnar til helminga, skafið innan úr þeim og setjið í skál, geymið hýðin utan af kartöflunum

3Blandið öllum hráefnum saman við og smakkið til

4Setjið fyllinguna aftur í kartöflurnar og stráið osti yfir

5Grillið í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu

Einfaldur og fljótlegur kvöldmatur í léttari kantinum

Kirsuberjatómatar á grillspjóti

Grillaðir tómatar sem henta vel með grillmatnum.

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.