Grillaðar ostakartöflur

  , ,   

júní 12, 2020

Fylltar ostakartöflur sem henta vel með grillmat.

Hráefni

4 stk bökunarkartöflur

200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

1 msk hvítlaukur

1 bolli rifinn ostur

1 tsk papriku krydd

1/2 bolli fetaostur

4 msk Heinz sætt sinnep

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Bakið kartöflur í ofni við 180˚C í 60 mínútur

2Skerið kartöflurnar til helminga, skafið innan úr þeim og setjið í skál, geymið hýðin utan af kartöflunum

3Blandið öllum hráefnum saman við og smakkið til

4Setjið fyllinguna aftur í kartöflurnar og penslið yfir með sinnepi

5Stráið osti yfir kartöflurnar

6Grillið í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumplings með núðlum og grænmeti

Dásamlegur og einfaldur helgarréttur.

Tikka masala Tófú

Tikka masalapasteið tekur tófúið á annað level og Oatly sér um að gera sósuna creamy!