Granóla bitar með möndlusmjöri

  , ,   

febrúar 17, 2021

Lífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsýrópi, kókos- og möndlusmjör með döðlum og toppað með súkkulaði.

Hráefni

2,5 dl grófir hafrar frá Rapunzel

1 dl kókosflögur frá Rapunzel

1 dl möndlur frá Rapunzel

2 msk chia fræ

3 msk hlynsýróp frá Rapunzel

3/4 kókos- og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel, krukka

4 msk kókosolía frá Rapunzel

70% súkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að rista haframjölið á bökunarplötu þaktri bökunarpappír í 10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar gylltar.

2Saxið möndlur og kókosflögur smátt.

3Bræðið kókosolíu og kókos-og möndlusmjörið.

4Blandið öllu hráefninu nema súkkulaðinu saman í skál. Endilega smakkið ykkur til og bætið við hráefnum ef að ykkur finnst vanta. Blandan á að vera blaut.

5Dreifið blöndunni í lítið eldfast form sem þið þekjið með bökunarpappír og setjið í frystinn í nokkrar klst.

6Skerið varlega í bita.

7Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dreifið yfir bitana. Geymið í frystinum og njótið.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lífrænt ræktað granóla með kókos og möndlusmjöri

Einfalt granóla sem er lífrænt og vegan.

Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöri

Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.

Djúsí og dökkar brownies með möndlu- & kókossmjöri

Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út.