fbpx

Geggjaðar brunchlokur

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Hráefni
 4 hamborgarabrauð (ég notaði kartöflubrauð og hægt er að nota líka brioche brauð)
 7 egg
 2 msk rjómi
 salt og pipar
 c.a 300 gr beikon +
 4 cheddar ostasneiðar
 lambhagakál í potti
 3 stk bufftómatar
Sósan
 2 dl Heinz majónes
 1/2 tsk sítrónusafi úr ferskri sítrónu (helst ekki úr belg)
 1/2 tsk grófmalaður svartur pipar
 1/2 tsk fínt borðsalt
 2 msk ferskur graslaukur smátt klipptur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að gera sósuna með því að hræra öllum innihaldsefnum vel saman og klippa niður graslaukinn ofan í og hræra

2

Hitið svo ofninn á 200 C°og setjið beikon á bökunarplötu með bökunarpappír á, mér finnst mjög gott að krulla það með því að snúa sitthvorn endanum í öfuga átt og strá svo púðursykri yfir það en því má sleppa. Eldið í ofni þar til beikonið er stökkt og djúpur litur kominn á það

3

Gerið eggjahræru á meðan með því að hræra saman eggjunum, rjómanum og salta og pipra

4

Mér fannst gott að hræra sem minnst í hrærunni og gera svona millistig af ommelettu og eggjahræru sem ég skar svo í 4 sneiðar til að setja á hvert brauð

5

Setjið nú brunchlokuna saman með því að setja graslauksmajónes á botninn, svo kemur Cheddar sneið, kálblað, tómatur, eggjahræra og beikon efst ofan á

6

Smyrjið nú lokið af brauðinu líka vel með graslauksmajó og setjið í ofn við 180 C°í eins og 3-5 mínútur eða þar til osturinn er aðeins bráðinn

Punktar
7

Fyrir krakkana myndi ég bara skella góðri tómatssósu á brunchlokuna enda margir krakkar ekkert mikið fyrir majónes sósur eða flókna rétti.


Uppskrift frá Maríu á Paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Hráefni
 4 hamborgarabrauð (ég notaði kartöflubrauð og hægt er að nota líka brioche brauð)
 7 egg
 2 msk rjómi
 salt og pipar
 c.a 300 gr beikon +
 4 cheddar ostasneiðar
 lambhagakál í potti
 3 stk bufftómatar
Sósan
 2 dl Heinz majónes
 1/2 tsk sítrónusafi úr ferskri sítrónu (helst ekki úr belg)
 1/2 tsk grófmalaður svartur pipar
 1/2 tsk fínt borðsalt
 2 msk ferskur graslaukur smátt klipptur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að gera sósuna með því að hræra öllum innihaldsefnum vel saman og klippa niður graslaukinn ofan í og hræra

2

Hitið svo ofninn á 200 C°og setjið beikon á bökunarplötu með bökunarpappír á, mér finnst mjög gott að krulla það með því að snúa sitthvorn endanum í öfuga átt og strá svo púðursykri yfir það en því má sleppa. Eldið í ofni þar til beikonið er stökkt og djúpur litur kominn á það

3

Gerið eggjahræru á meðan með því að hræra saman eggjunum, rjómanum og salta og pipra

4

Mér fannst gott að hræra sem minnst í hrærunni og gera svona millistig af ommelettu og eggjahræru sem ég skar svo í 4 sneiðar til að setja á hvert brauð

5

Setjið nú brunchlokuna saman með því að setja graslauksmajónes á botninn, svo kemur Cheddar sneið, kálblað, tómatur, eggjahræra og beikon efst ofan á

6

Smyrjið nú lokið af brauðinu líka vel með graslauksmajó og setjið í ofn við 180 C°í eins og 3-5 mínútur eða þar til osturinn er aðeins bráðinn

Punktar
7

Fyrir krakkana myndi ég bara skella góðri tómatssósu á brunchlokuna enda margir krakkar ekkert mikið fyrir majónes sósur eða flókna rétti.

Geggjaðar brunchlokur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…