Fimm stjörnu kjúklinga-taco

    

október 12, 2020

Geggjað kjúklinga taco með Pico de Gallo.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 kg kjúklingalæri frá Rose Poultry

12 tortillur

nachos, mulið

mozzarella, rifinn

MARINERING

4 msk ólífuolía frá Filippo Berio

2 msk hvítvínsedik

3 tsk chilíduft

1 1/2 tsk salt

1 tsk laukduft

1 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk cumin (ekki kúmen)

1/2 tsk reykt paprikukrydd

1/2 tsk svartur pipar

safi úr 2 límónum

Blandið öllum hráefnum saman í skál.

PICO DE GALLO

180 g piccolo tómatar, saxaðir

1/2 rauð paprika, söxuð

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1/4 laukur, saxaður smátt

2 msk ólífuolía

fersk basilíka, söxuð

salt og pipar

Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til borið fram.

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklinginn í ofnfast mót. Hellið marineringunni yfir og nuddið vel í kjúklinginn. Látið marinerast eins lengi og tími gefst en ekki lengur en tvær klukkustundir.

2Látið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn þar til eldaður í gegn og stökkur að utan. Skerið niður.

3Hitið tortillur á pönnu og raðið á þær fyrst sýrður rjómi, kjúklingur, pico de gallo og að lokum mulið nachos.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig uppskriftir elska ég.

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó

Þessi kjúklingaréttur sýnir það og sannar að stundum er einfalt langbest!

Kjúklingur með chilí eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu

Kjúklingur með chilí, eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu.