Ekkert kjöt spaghetti “bolognese”

  ,   

maí 9, 2019

Grænmetis spaghetti bolognese með bragðmikilli tómatsósu.

  • Eldun: 30 mín
  • 30 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

250 g heilkorna spagettí frá Rapunzel

1 rauðlaukur

250 g sveppir

3-4 hvítlauksgeirar

Nýrnabaunir frá Rapunzel

Niðursoðnir tómatar frá Rapunzel

Passata sósa frá Rapunzel

1 msk tómatpúrra frá Rapunzel

Svartar ólífur frá Rapunzel

Sólþurrkaðir tómatar frá Rapunzel

Þurrkað oreganó

Salt og pipar

Þurrkað chillí

2 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel

Ferkst basil

Parmesan ostur frá Parmareggio

Hágæða ólífu olía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

2Skerið niður laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu, skerið sveppina og bætið þeim á pönnuna, skolið baunirnar, þerrið og setjið á pönnuna, skerið hvítlaukinn og bætið honum á pönnuna, steikið létt. Skerið tómatana í minni bita og bætið þeim á pönnuna ásamt passata sósu og tómatpúrru.

3Kryddið með oreganó, salt, pipar, þurrkuðu chillí og grænmetiskrafti, leyfið að malla í smástund saman.

4Berið fram saman með fersku basil, parmesan osti og hágæða ólífu olíu.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Karamellukartöflur

Bestu karamellukartöflur sem til eru, ótrúlega einfalt að gera.

Spicy blómkáls taco með chilí mayo sósu

Girnilegt grænmetis taco.

Marokkóskur kjúklingabaunaréttur

Bragðmikill grænmetisréttur með döðlum og Cayenne pipar.