Ekkert kjöt spaghetti “bolognese”

  ,   

maí 9, 2019

Grænmetis spaghetti bolognese með bragðmikilli tómatsósu.

  • Eldun: 30 mín
  • 30 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

250 g heilkorna spagettí frá Rapunzel

1 rauðlaukur

250 g sveppir

3-4 hvítlauksgeirar

Nýrnabaunir frá Rapunzel

Niðursoðnir tómatar frá Rapunzel

Passata sósa frá Rapunzel

1 msk tómatpúrra frá Rapunzel

Svartar ólífur frá Rapunzel

Sólþurrkaðir tómatar frá Rapunzel

Þurrkað oreganó

Salt og pipar

Þurrkað chillí

2 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel

Ferkst basil

Parmesan ostur frá Parmareggio

Hágæða ólífu olía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

2Skerið niður laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu, skerið sveppina og bætið þeim á pönnuna, skolið baunirnar, þerrið og setjið á pönnuna, skerið hvítlaukinn og bætið honum á pönnuna, steikið létt. Skerið tómatana í minni bita og bætið þeim á pönnuna ásamt passata sósu og tómatpúrru.

3Kryddið með oreganó, salt, pipar, þurrkuðu chillí og grænmetiskrafti, leyfið að malla í smástund saman.

4Berið fram saman með fersku basil, parmesan osti og hágæða ólífu olíu.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskir maískólfar með rjómaostablöndu

Sumarlegt, gott og passar sérlega vel með grillmatnum.

Spicy Tófú spjót

Hér kemur æðisleg grill uppskrift, Tófú spjót og sósa með.