Einföld grilluð pizza í steypujárns pönnu

  ,   

júlí 5, 2019

Það er svo einfalt að grilla sér pizzu í steypujárns pönnu.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 10 mín

    15 mín

    25 mín

  • Fyrir: 2-4

Hráefni

Stór steypujárns panna

Filippo Berio ólífu olía

Pizzadeig

Hunt’s pizzasósa

Rifinn ostur frá Örnu Mjólkurvörum

Skinka

Pepperóní

Sveppir

Rauð paprika

Hvítlauks kryddostur frá Örnu mjólkurvörum

Leiðbeiningar

1Kveikið á grillinu og stillið á háan hita.

2Setjið u.þ.b. 1 msk ólífu olía á pönnuna, fletjið úr pizzadeigið þannig að það er passi ofan í pönnuna, það er gott að hafa það þykkara við endana.

3Setjið sósuna á deigið og því næst vel af rifnum osti. Skerið áleggið niður og dreifið því yfir. Skerið hvítlauksostinn í bita og raðið yfir. Grillið á grillinu þar til pizzan er bökuð í gegn, osturinn bráðnar og pizzan er byrjuð að brúnast fallega (tími mismunandi eftir grillum og hitanum á grillinu).

4Setjið hvitlauks eða chilli olíu yfir kantana, takið pizzuna af pönnunni áður en þið skerið hana í sneiðar.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.